151. löggjafarþing — 106. fundur,  3. júní 2021.

skimanir fyrir leghálskrabbameini.

[13:41]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég get ekki tekið undir orð hv. þingmanns þegar hún talar um forystuleysi heilbrigðisráðherra. (Gripið fram í.) Hæstv. heilbrigðisráðherra hefur sýnt ótrúlega forystu á þessu kjörtímabili, hvort sem litið er til heimsfaraldurs eða annarra mála, eins og ég fór yfir í mínu fyrra svari. (HVH: Ég var að tala um forystuleysi forsætisráðherra í svari sínu.) (Forseti hringir.) Já, ég skal fara yfir forystu forsætisráðherra ef hv. þingmaður leyfir mér að komast að. Ef hún ræður … (HVH: Svaraðu spurningunni.) (Forseti hringir.)

Herra forseti. Megum við fá ró í þingsalinn?

(Forseti (SJS): Forseti biður þingmenn að gefa ráðherra frið til að svara.)

Ég held að hv. þingmaður ætti að fara varlega áður en hún sakar heilbrigðisráðherra um forystuleysi sem fer með þennan málaflokk, eins og hv. þingmanni ætti að vera kunnugt. Það er náttúrlega beinlínis hlægilegt (Gripið fram í.) að tala um forystuleysi forsætisráðherra í þessu máli (HVH: Svaraðu spurningunni.) og segir meira (HVH: Svaraðu spurningunni þá.) um hv. þingmann. Það liggur algjörlega fyrir, ég er búin að fara hér yfir það, að það er von á skýrslu sem unnin er af óháðum sérfræðingi að beiðni Alþingis, (HVH: Treystið þið ekki sérfræðingum?) það er von á henni í þessari viku. Og eins og kom fram í mínu fyrra svari þá held ég að það færi vel á því að Alþingi færi yfir þá skýrslu sem það óskaði sjálft eftir til að leggja mat á þessa stöðu. (Forseti hringir.) Stóryrði munu ekki koma þessu máli mjög langt áfram, herra forseti. (HVH: Svör geta borgað sig. …)