151. löggjafarþing — 110. fundur,  9. júní 2021.

almenn hegningarlög.

550. mál
[16:48]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er illa fyrir okkur komið ef við getum ekki haldið þingfund án þess að netið virki. Menn gerðu það í 150 ár. Ég er ekki frá því að ræðurnar hafi bara verið heldur skárri þegar við erum netlaus, meira vit í því, ekki vera alltaf að fylgjast með á tölvunni. Ég legg til að fundinum verði fram haldið, hæstv. forseti, og næstu daga í þessu formi.