151. löggjafarþing — 112. fundur,  11. júní 2021.

samþætting þjónustu í þágu farsældar barna .

354. mál
[11:16]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Mig langar bara að þakka Halldóru Mogensen fyrir að halda til haga persónuverndar- og friðhelgismálum í nefndinni og breytingartillögu í 2. umr. o.s.frv. sem var hafnað. Við verðum að vona að það fari vel. Þegar ég horfi á þetta sem Pírati er ég að horfa á vernd borgararéttinda sem er náttúrlega grunngildi í grunnstefnu okkar. Og vegna þess að þetta verndar það vel réttindi barna gegn ofbeldi og illri meðferð o.s.frv. þá er það þannig að málið í heild sinni, jafnvel þó að það vanti upp á varðandi friðhelgismál eða persónuverndarmál eins og Persónuvernd hefur túlkað það, er betra fyrir borgararéttindi barna.

Segi ég því já.