152. löggjafarþing — þingsetningarfundur

rannsókn kjörbréfa.

[21:25]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Frú forseti. Lýðræðið er afskaplega dýrmætt og hvikult og ber að umgangast það af virðingu. Með því að greiða ekki atkvæði með kjörbréfum sem leiða af kosningum í Norðvesturkjördæmi er ég að greiða atkvæði með ógildingu þeirra kosninga svo skýr vilji kjósenda í Norðvesturkjördæmi nái fram að ganga, þannig að við fáum fram svart á hvítu hver var þeirra vilji og um það leiki enginn vafi.

Þess vegna sit ég hjá í þessari atkvæðagreiðslu.