152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:15]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Já, ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir því og ég var nú m.a. með tillögu hér í minni ræðu áðan um að skoða hvort það gæti verið betri lausn fyrir þennan hóp að það yrði í raun og veru bara eitt frítekjumark. Þetta er eitthvað sem ég held að sé alveg eðlilegt að skoða í þeirri vinnu sem fram undan er og ég tek undir það með hv. þingmanni að skerðingarþáttur lífeyristekna er mjög mikilvægur þáttur, þ.e. að afnema hana. Og það er rétt sem hv. þingmaður sagði að hækkun á frítekjumarki atvinnutekna gagnast kannski ekki stórum hópi. En þetta getur hins vegar haft það í för með sér að þessi hópur stækki vegna þess að þá sjái þeir, sem hafa tök og getu og vilja til að vinna, sér kannski hag í því að fara á vinnumarkaðinn. Þá getur sá hópur stækkað.