152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

friðlýsing fráfarandi umhverfisráðherra.

[14:05]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil bara taka undir þetta. Það er alveg á hreinu, meiri hlutinn hefur sýnt það og sýnt vel fram á að þeir hafa meiri hlutann, að þeir ráða. Þeir hafa sent okkur skýr skilaboð um það. Að segja svo að við getum beðið um eitthvað þegar það stendur ekki til — auðvitað getum við beðið um það, en okkur verður ekki svarað. Við fáum ekkert það sem við erum að biðja um og við þekkjum það bara nú síðustu daga. Það hlýtur að vera kominn tími til þess, ef við ætlum að reyna að fá einhverja virðingu hér á Alþingi, að við þurfum að tala saman þannig að hlustað sé á báða, ekki bara annar aðilinn sem segir: Ég ræð, ég er með meiri hlutann. En það er staðan núna og við sjáum það á umræðunum sem hafa verið hér í dag að það er bara eitt, ríkisstjórnin ræður. Við getum beðið um eitthvað en við fáum ekki það sem við biðjum um, það er alveg á hreinu.