152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[14:50]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra framsöguna. Mig langar í fyrra andsvari að spyrja hæstv. ráðherra út í það sem kemur fram á bls. 13 í frumvarpsplagginu, undir lið 3.7, um sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Þar kemur fram að þetta verði hækkað úr 100.000 kr. á mánuði í 200.000 kr., sem sagt úr 1,2 milljónum á ári í 2,4 milljónir, og að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna þessa sé 540 milljónir. Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra: Var lagt mat á það hverjar tekjur ríkissjóðs verða af þessari breytingu?