152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[16:15]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætlaði bara að koma hingað upp og þakka hv. þingmanni Reykjavíkurkjördæmis norður, Steinunni Þóru Árnadóttur, fyrir að koma hingað og taka þátt í þessari umræðu. Það er gott að heyra að það er ekki verið að fjarstýra þingmönnum hér. En þetta er alveg rétt. Auðvitað er brýnt að mál komist til nefndar í vinnu en vegna þess að hér hafa beinlínis verið fyrirheit um að það muni taka breytingum hefði maður haldið fyrir fram að akkúrat umræðan hér væri mikilvægt innlegg í þá vinnu. En það gleður mig að heyra að hv. þingmaður Vinstri grænna situr hér og fylgist með. Ég hefði gjarnan kosið að hún tæki þátt í umræðunni ásamt kollegum sínum af því að þingmenn stjórnarmeirihlutans hljóta jú líka að hafa skoðun á því fjárlagafrumvarpi sem við erum að vinna með.