152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[18:05]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil bara byrja á því að taka undir orð hv. þingmanns þar sem hún bendir á starfsgetumatið og hversu mikilvægt það er að við komum fólki í virkni og þá sérstaklega fólki með geðrænan vanda sem er á örorku. Við þurfum líka að mæta þeim hópi og það þarf að eiga sér stað einhver hugarfarsbreyting í samfélaginu eins og hv. þingmaður benti réttilega á. Við getum ekki verið að setja fólk í aðstæður þar sem það hefur ekki ákveðið svigrúm til þess að vera virkt, vera þátttakendur í atvinnulífinu því það er það sem alla langar þegar öllu er á botninn hvolft, að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Þetta er í rauninni það sem ég vildi koma hérna upp til að segja, að ég tek heils hugar undir það.