152. löggjafarþing — 8. fundur,  9. des. 2021.

stjórn fiskveiða.

86. mál
[16:23]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég vil kannski í þessu samhengi og í framhaldi af fyrra svari, af því að ég veit að hv. þingmaður ætlar að halda áfram með efnislegt svar við fyrri spurningum, bæta inn í þá púllíu: Verða ekki þeir stóru og sterku í dag sem hafa svigrúm undir þakinu alltaf í yfirburðarstöðu, a.m.k. í sterkustu stöðunni, til að afla sér réttinda á markaði samkvæmt uppboðsleiðinni? Það blasir við mér að það verði líklegasta þróunin, en við sjáum til hvað verður.

Þessu til viðbótar langaði mig að spyrja hv. þingmann hvort það liggi fyrir og hvort unnin hafi verið greining á því hversu mörg fyrirtæki þurfi að stokka upp hvað eignarhald varðar vegna þessara reglna, nái þær fram að ganga, og hversu mörg fyrirtæki þarf að skrá á markað á grundvelli 1%-reglunnar.