152. löggjafarþing — 9. fundur,  13. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum.

151. mál
[17:42]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst athyglisvert að hæstv. ráðherra sé að biðja um tímabundnar bráðabirgðaheimildir í ljósi þess að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er mikið talað um stafræna umbyltingu og stafrænt Ísland. A.m.k. fjórir af þessum liðum eru hlutir þar sem ég spyr sjálfan mig: Af hverju er það ekki bara alltaf svona? Af hverju þurfum við að nota Covid sem afsökun fyrir því að geta haft samband við fólk stafrænt og geta lagt fram skjöl stafrænt? Ég spyr því af hverju við afnemum ekki bara allar greinar um að hafa þetta tímabundið og þetta gildi bara áfram.

V. kafli snertir síðan Landsrétt og hvar hann megi vera. Ég hefði haldið að það þyrfti ekkert að takmarka hann við Reykjavík heldur væri alla vega hægt að hafa hann á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu eða jafnvel bara hvar sem er á landinu.