152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[19:14]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Samkvæmt OECD er ætlast til þess að ríku ríkin í heiminum veiti 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu til þróunarmála. Ríkisstjórnin stærir sig af því að hækka framlagið úr 0,32% í 0,37% en svo kom í ljós að verga þjóðarframleiðslan hækkaði og talan sem hafði verið sett í fjárlögin hefði komið okkur upp í 0,38%, aðeins hærra, aðeins nær því sem við ætluðum okkur. En nei, hvað gerði meiri hluti fjárlaganefndar? Hann tók þessa upphæð og lækkaði hana, það sem fer til fólks í neyð, það sem fer til fólks sem lifir við minna en 2 dollara á dag. Og hvert var það sett? Jú, í að búa til ráðuneyti og breyta þeim.