152. löggjafarþing — 23. fundur,  18. jan. 2022.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

168. mál
[15:03]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra. Það eru kannski ekki sérstaklega góð rök með þessari lagasetningu að hún sé eingöngu til samræmis við lögin frá 2018. En er það skoðun hæstv. forsætisráðherra að 65. gr. stjórnarskrár verji ekki þá þætti sem hæstv. ráðherra taldi upp hér í svari sínu? Og af því að ég heyrði að hæstv. ráðherra kom inn á mismunun á grundvelli tengsla leikur mér forvitni á að spyrja hæstv. ráðherra hvort það eigi við um mismunun á grundvelli skoðunar maka.