152. löggjafarþing — 24. fundur,  19. jan. 2022.

framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.

11. mál
[17:54]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Fyrir mér snýst málið um hagsmuni íbúanna umfram skipulagsvald sveitarfélaga. Við erum að tala um raforkuöryggi, við erum að tala um atvinnuöryggi, við erum að tala um uppbyggingu atvinnu á þessu svæði. Þetta varðar ekki bara Suðurnes, við erum líka að tala um Ölfus, Hafnarfjörð. Þetta er svo miklu stærra mál en að við séum að taka skipulagsvald eins sveitarfélags af því með þessum hætti, af því að þetta snýst um svo miklu stærri hagsmuni en bara það. Ég ætla ekki að standa hérna og lengja umræðuna. Ég skil þau sjónarmið virkilega vel sem komið hafa fram í umræðunni. Þau eiga rétt á sér inn í umræðuna og ég tel mikilvægt að nefndin taki þau til umræðu og virði þau að vettugi. Ég ítreka að þetta er raforkuöryggi og þetta snýst um svo miklu stærri hagsmuni.