152. löggjafarþing — 44. fundur,  1. mars 2022.

leigubifreiðaakstur.

369. mál
[14:52]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Við undirbúning frumvarpsins var fundað með fulltrúum úr loftslagshópi Stjórnarráðsins til að ræða mögulega hvata til að stuðla að umhverfisvænni leigubifreiðaakstri. Þar komu t.d. fram þær hugmyndir um að tileinka tiltekinn fjölda leyfa vistvænum bifreiðum. Það var mat okkar að slíkar lausnir ættu ekki endilega við þar sem útgefinn fjöldi leyfa er ótakmarkaður. Það er hugmyndafræðin á bak við frumvarpið, það er verið að taka takmörkunarréttinn af. Hins vegar hefur verið bent á að lausnir kunni að liggja í úrræðum sem eru á forræði annarra ráðuneyta, eins og skattaívilnanir hjá fjármálaráðuneytinu og endurgreiðslukerfi í formi styrkja, sem gætu þá verið neytendur í viðskiptaráðuneytinu. Það væri líka mögulegt að takmarka útgáfu leyfa við vistvæn ökutæki með sérstöku ákvæði í lögum, en eins og ég nefndi væri það kannski fulllangt gengið þegar við erum akkúrat í breytingunum þótt það kæmi til greina að fjalla um það í nefndinni og inn í framtíðina. (Forseti hringir.) En fyrst og fremst er ráðuneytið tilbúið að upplýsa allt um þá vinnu sem átt hefur sér stað með nefndinni.