152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

hugsanleg aðild að ESB.

[16:20]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Mig langar að nota þennan stutta tíma sem ég á núna til að spyrja hæstv. ráðherra nánar út í afstöðu hennar. Nú var umræða hér um skýrslu ráðherra í síðustu viku og þá heyrðum við mjög skýrt frá fyrrverandi utanríkisráðherra sem sagði hreinlega: Evrópusambandið mun aldrei verja okkur. Eins og ráðherra bendir á er þessi skipting, þessi 20%, ekki rök varðandi varnarsamstarf eða öryggismál þjóðar. Það eru ekki rök að ganga í Evrópusambandið á þeim forsendum.