152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

kosningalög og starfsemi stjórnmálasamtaka.

424. mál
[17:59]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Ég vil biðjast afsökunar á að trufla fyrstu atkvæðagreiðsluna en mig langaði bara að taka undir með hv. þingmönnum sem hafa komið hingað upp. Það gengur náttúrlega ekki að við séum alltaf að flýta okkur svo mikið að setja lög að það sé endalaust vesen í kringum það. Þing þurfti að koma saman síðasta sumar til að laga galla. Verið er að fara með frumvarpið í gegn núna af því að það eru gallar á því. Svo fáum við að vita í gegnum fjölmiðla að það séu enn fleiri gallar. Hvað hefðum við gert ef við værum búin að samþykkja þetta? Þyrfti þá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að koma með enn eitt frumvarpið svo að hægt væri að kjósa almennilega hér á landi?