152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

réttindi sjúklinga.

150. mál
[19:23]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég var nú bara að reyna að hnykkja á því af hverju þetta frumvarp er til komið og af hverju ég er að leggja það fram. Ætlunin var nú ekki önnur, en það má vera að hv. þingmaður lesi eitthvað annað úr viðbrögðum mínum. Ég er sannfærður um það líka að málið fái góða málsmeðferð í hv. velferðarnefnd og svo getur auðvitað hv. þingmaður túlkaði orð mín með öðrum hætti. Mér finnst það bara sanngjarnt og eðlilegt að þingið fjalli um málið eins og um það er búið. Það er rétt sem hv. þingmaður sagði í sinni ræðu að það er fjölmargt sem er til bóta í þessu frumvarpi.