152. löggjafarþing — 54. fundur,  22. mars 2022.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

450. mál
[20:26]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Talandi um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er kannski rétt að benda á að þetta frumvarp, sem félags- og vinnumarkaðsráðherra leggur fram, er ekki á þeirri þingmálaskrá sem þó var kynnt upp á nýtt í (Gripið fram í: Í gær.) gær, í fyrradag. Það er lagt fram þegar vitað er að bæta þarf inn í lög ákvæði til að ná utan um neyð fólksins sem er að flýja stríðið í Úkraínu. Og það er ekki gert hér, það á að eftirláta öðrum ráðherra að gera það til þess að geta nýtt ferðina til að níðast á öllum öðrum flóttamönnum sem koma hingað til lands, hér um bil.

Með frumvarpinu sem var dreift í dag er félags- og vinnumarkaðsráðherra að vinna skítverk fyrir dómsmálaráðherra, hann er orðinn samsekur honum í ógeðinu sem er fram undan í flóttamannamálum. Það er ljótt.