152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[18:15]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að fjarskipti á vegum úti hafi lagast svo sannarlega, en enn er fullt af dauðum blettum. Eitt af því sem ég lærði fljótt þegar ég var að vinna við að setja upp fjarskipti út um allan heim var einmitt að fræðileg útbreiðsla farsímasenda er voða flott á korti, við sjáum alveg um þetta svæði, en raunveruleg útbreiðsla er ekki eins góð. Það verða til allir þessir blettir sem við þekkjum, t.d. ef þú ert með farsíma frá Símanum og keyrir í gegnum Tíðaskarð á leiðinni inn í Kjós, þá dettur niður símtalið. Einu sinni gerðist þetta reyndar líka ef þú keyrðir í gegnum Kópavoginn sjálfan. Ég vona að þetta svari að hluta til spurningu hv. þingmanns.