152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[22:33]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessar ábendingar sem gera það að verkum að maður verður bara svolítið nervus. Ég lærði það nú bara ungur maður að ég ætlaði ekki að hafa vit fyrir fólki. Fólk verður svolítið að ákveða sína æviför sjálft og þannig hef ég reynt að haga mér, þannig væri það bara, hvert og eitt okkar væri á sinni vegferð og hún mótaðist af okkar eigin vilja. Það að um mig væru geymd einhver gögn svo árum skiptir til að geta hankað mig einhvern tímann einhvers staðar vegna einhvers sem ég gerði kannski sem unglingur er að minni hyggju algerlega fáránlegt. Það væri alveg hægt að geyma skjalaskáp fullan af alls konar rugli sem ég upplifði sem ungur maður. En ég er ekki viss um að ég myndi kæra mig um að það væri geymt í einhverjum gögnum þannig að ég þakka bara (Forseti hringir.) fyrir ábendinguna og vonandi verður þessi umræða til þess að þetta verði tekið út.