Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

ákvörðun nr. 171/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

500. mál
[18:15]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég varð að leita smá á netinu til að geta áttað mig á því hvers konar greiðslureikningar þetta væru og komst þá að því að þetta eru bara venjulegir bankareikningar fyrir okkur neytendur sem við getum lagt pening inn á, tekið peninga út af og við getum borgað greiðslur. Mér þótti athyglisvert samt hvað þetta er gömul reglugerð. Hún er upphaflega frá 2014 og þegar ég var að reyna að finna út úr því hvað þetta væri allt saman, af því að það er stundum svolítið erfitt að lesa það út úr þessum þingsályktunum, sá ég að þetta mál fór í nefnd 2015. Mig langaði bara að forvitnast hjá hæstv. ráðherra hverjar væru ástæðurnar fyrir því hversu langan tíma þetta hefur tekið að fara inn í íslenskt regluverk.