152. löggjafarþing — 62. fundur,  5. apr. 2022.

fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027.

513. mál
[16:13]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hjó eftir því að hv. þingmaður talaði um launahækkanir og kaupmátt og virtist óskaplega ánægður með það hvernig til hefur tekist. Ég spyr hvort hann sé ánægður með hvernig til hefur tekist hjá þeim efnameiri, í okkar launaflokki og hærra, eða hvort hann sé líka að meina að það sé ofboðslega góður kaupmáttur og hvernig hann fær það út að kaupmáttur almannatryggingakerfisins hafi aukist, það komi út í kaupmætti þegar sett er inn 4,6% hækkun í nær 7% verðbólgu. Hvernig sér hann fyrir sér að það verði kaupmáttur hjá þessum hópi næstu fjögur árin með 2,5% hækkun? Hefur verðbólgan einhvern tímann verið í fjögur ár samfellt undir 2,5%? Sér hann fyrir sér að þessi hópur fái kaupmáttaraukningu?