152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl. .

531. mál
[17:39]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek einmitt undir það sem kom fram í andsvari. Ég vil benda á að þó svo að EFTA-dómstóllinn hafi komist að ákveðinni niðurstöðu um þennan þátt málsins á tilteknum tíma þá er það þannig að Evrópuréttur þróast mjög hratt. Bæði ESB-dómstóllinn og EFTA-dómstóllinn eru dómstólar sem eru þekktir fyrir prógressífa eða skapandi lagatúlkun og í því samhengi finnst mér einhvern veginn að það verði að rýna þetta svolítið betur. Ég treysti því að efnahags- og viðskiptanefnd geri það og fari yfir þetta vel með fólki sem best þekkir til.