152. löggjafarþing — 66. fundur,  8. apr. 2022.

veiting ríkisborgararéttar.

628. mál
[12:12]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég vil hér, eins og hingað til við afgreiðslu sambærilegra mála, gera grein fyrir því að ég sit hjá við afgreiðslu málsins. Það snýr ekki að þeim einstaklingum sem nú er veittur ríkisborgararéttur á grundvelli lagasetningar heldur athugasemdum sem ég hef haldið til haga hér alveg frá því að ég settist á þing varðandi verklagið sem við notumst við. Síðan bættist nýr angi inn í athugasemdir við verklag í þessum efnum á þessu þingi sem við þekkjum öll allt of vel. Ég vona bara að það fyrirkomulag sem viðhaft er um aðkomu Alþingis að veitingu ríkisborgararéttar verði endurskoðað þannig að breyting verði á frá því sem verið hefur undanfarin ár og kjörtímabil. Að öðru leyti óska ég nýjum ríkisborgurum innilega til hamingju með íslenskan ríkisborgararétt.