Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[01:54]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Forseti. Kannski aðeins í kjölfar síðustu andsvara um niðurstöðuna af þessu útboði. Hv. þingmaðurinn nefnir að öll helstu meginmarkmiðin hafi náðst fram. Engu að síður erum við í þeirri stöðu að sjálf ríkisstjórnin hefur gefið út yfirlýsingu um það að vegna þess hvernig til tókst verði ekki fram haldið með söluna. Dómurinn gæti ekki verið skýrari um það að markmiðin náðust ekki fram þegar þetta er niðurstaðan.

Ég vil því spyrja hv. þingmann að því hverjar áhyggjur hennar eru af þessum fjárfestingum í innviðum sem hún nefndi í tengslum við söluna þegar þetta er staðan samkvæmt orðum ríkisstjórnarinnar sjálfrar; ekki frekara framhald á sölunni. Ég myndi vilja bæta því við að ég hefði líka viljað sjá þessar upphæðir fara í niðurgreiðslu skulda.