152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:06]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Frú forseti. Alþingi hefur ákveðna eftirlitsskyldu með framkvæmdarvaldinu og þær eftirlitsskyldur eru m.a. útfærðar í lögum um þingsköp Alþingis. Þar er t.d. að finna ákvæði í 51. gr. þess efnis að Alþingi geti krafið stjórnvöld um gögn og upplýsingar í atburðum og það útbúi gögn og hefur stjórnvald þá, ef Alþingi fer fram á það, sjö daga til að leggja það fram og láta þinginu í té. Í þessu tilviki var stjórnvöldum veittur ansi rúmur tími í ljósi þess að frí voru fram undan og annað, það voru þrjár vikur. Það verður að teljast afar rúmur tími og algerlega óboðlegt að ekki sé hægt að standa við þann frest. Svo vil ég taka undir það sem hér hefur verið sagt varðandi ríkisendurskoðanda og önnur embætti. Það er ekki verið að lýsa neinu vantrausti á þessi embætti með því að fara fram á rannsóknarnefnd Alþingis.