152. löggjafarþing — 72. fundur,  29. apr. 2022.

ummæli innviðaráðherra á búnaðarþingi.

[11:01]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Það er rétt að það mikilvægasta í stjórnmálum er traust. Þess vegna hef ég unnið alla mína ævi í stjórnmálum að því að byggja upp traust með því að framkvæma hluti í sama takti og ég stend fyrir og ég mun halda því áfram. Það mun Framsóknarflokkurinn gera áfram, ekki síst á því sviði sem við eigum svolítið erfitt með þessa dagana, og ég er ekki að vísa til þessa máls heldur bara almennt. Það er vaxandi pólarísering í heiminum og við höfum áhyggjur af því að hún geti átt sér stað hér. Við erum betra samfélag en oft er lýst hér úr þessum ræðustól, mun betra, en við getum alltaf gert betur. Ég held að við ættum að forðast það sem við höfum t.d. séð á Norðurlöndunum, sem við horfum oft til þegar kemur að innflytjendum og umræðu um þá. Við höfum sem betur fer verið betur stödd þar. Við höfum fagnað (Forseti hringir.) og ég fagna öllum þeim sem hingað koma og auðga samfélag okkar. (Forseti hringir.) Ég hef sagt það margoft í þessum stól og ég mun halda því áfram. (ArnG: Þú ætlar sem sagt ekki að gera neitt? Ekki neitt.)