152. löggjafarþing — 73. fundur,  29. apr. 2022.

sorgarleyfi.

593. mál
[14:19]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Helgu Þórðardóttur kærlega fyrir innleggið hér sem ég tel að sé mikilvægt. Ég tel að það sé mikilvægt að heyra frá fólki sem hefur unnið þau störf sem hv. þingmaður hefur unnið á síðustu árum og skilur þetta betur en margur annar þó svo að þau sem hafa orðið fyrir barnsmissi séu þau — ég held að ég muni aldrei geta sett mig í þessa stöðu og ekkert okkar er að sjálfsögðu þess umkomið nema við höfum lent í þessu. En það er ekki umræðan hér. Umræðan hér snýst um það að við erum að stíga gríðarlega mikilvægt skref með þessu og ég vil líka fá að taka það fram úr ræðustóli Alþingis hversu mikilvægt samstarf ráðuneytisins við Sorgarmiðstöðina var, svo að þau séu nefnd sérstaklega. En ég hlakka til umræðu um þetta mál áfram hér í þingsal og um framtíðarmúsíkina í framhaldi af þessu.