Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[17:54]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um það hvort ráðherra hafi þessa reglugerðarheimild að breyta skerðingarhlutfalli. Þetta er heimild sem Alþingi hafnaði árið 2016 með meiri hluta velferðarnefndar; Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar sem skrifuðu undir það nefndarálit á þeim tíma. Þau felldu burt þessa heimild ráðherra. Mér sýnist að verið sé að heimila það að hafa þessa grein áfram, sem mér finnst mjög áhugavert. Því óska ég eftir því að ríkisstjórnarflokkarnir geri einfaldlega grein fyrir því hvað þeir ætla að gera með þessa heimild í kjölfarið, því að mér finnst frekar augljóst að þessi heimild á ekki að vera í lögunum. Það eru mistök að þessi heimild sé í lögunum. Alþingi gleymdi að fjarlægja þessi orð úr 30. gr. árið 2016 af því að það var verið að flýta sér að afgreiða málið fyrir þinglok. Mér finnst þessi niðurstaða áhugaverð.