Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

um fundarstjórn.

[13:46]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Ég tek eindregið undir þær áhyggjur sem hv. þingmenn hafa reifað hér. Þar sem ég á sjálfur einmitt nokkrar skriflegar fyrirspurnir inni hjá ráðherra, nánar tiltekið hæstv. dómsmálaráðherra sem situr hér í hliðarsal, langar mig að nota tækifærið til að skora á hæstv. ráðherra að skoða þær fyrirspurnir, bæði til þess að við getum sinnt eftirliti og líka til þess að við getum stutt mál sem okkur vantar gögn um. Það er ekki alltaf að við séum að reyna að beita klækjum gagnvart ráðherrum heldur getur þetta þvert á móti verið leið fyrir ráðherra til að sýna að þeir séu að vinna gott starf. Ég hvet hæstv. ráðherra til að nýta tækifærið.