Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:12]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Hér bjóðum við þingheimi upp á að standa með þeirri faglegu, málefnalegu niðurstöðu sem kom út úr verkefnisstjórn rammaáætlunar varðandi tvö dýrmæt náttúrusvæði, annars vegar Þjórsárver, sem Kjalölduveita myndi skerða, og hins vegar virkjanir í Héraðsvötnunum. Það kom ekkert fram við umfjöllun umhverfis- og samgöngunefndar sem kastar rýrð á umhverfi og dýrmæti þessara svæða. Það eina sem kom fram voru dylgjur frá Landsvirkjun sem í hálfa öld hefur hjakkast á því að vilja eyðileggja Þjórsárver og þarf að fara að hætta því. Þetta ríkisorkufyrirtæki þarf að fara að hætta að vera í stríði við fólk á Suðurlandi og drekkja Þjórsárverum. Hins vegar komu fram rök frá virkjunaraðila í Skagafirði sem ríkisstjórnin gleypir auðvitað við. Það eru hins vegar engin fagleg rök með þessu. Þess vegna leggjum við í minni hluta umhverfis- og samgöngunefndar til að staðið verði með niðurstöðu verkefnisstjórnar, að færa þessa kosti aftur í vernd.

Þingmaðurinn segir já.