Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áfengislög.

596. mál
[21:27]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Við í þingflokki Samfylkingarinnar styðjum heils hugar þetta mál. Við sitjum hins vegar hjá við þessa litlu breytingu einfaldlega vegna þess að hún fékk enga umfjöllun í nefndinni. Það er verið að útvíkka þetta þannig að — jú, það kann að vera að margir styðji það og að mörgum finnist þetta algjörlega frábært. En þá er verið að gera grundvallarbreytingu frá því sem lagt var af stað með, þ.e. að leyfa sölu á bjór í brugghúsum. Nú er verið að leyfa sölu á mun sterkari drykkjum á framleiðslustað. Þessu var bara skutlað inn á lokametrunum og það er eingöngu þess vegna sem við erum á gula. Þetta fékk ekki nægilega umfjöllun.