Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 93. fundur,  16. júní 2022.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

450. mál
[01:25]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Virðulegi forseti. Þetta mál sem hér er til umfjöllunar ber í sér góð fyrirheit og það er stefnt að góðum og jákvæðum hlutum og allt saman gott og blessað. Það hefur vissulega tekið ákveðnum breytingum í meðförum nefndarinnar sem hafa enn fremur verið til bóta. En það eru enn þá ákvæði inni í þessu sem erfitt er að sætta sig við. Þetta er til að mynda frekar íþyngjandi fyrir þá sem hyggjast selja svona vörur út frá eftirliti og leyfum og öðru slíku. Það sem varðar merkingar til að mynda þyrfti líka að endurskoða betur þannig að ég og minn flokkur teljum að velferðarnefnd hefði mátt leggjast aðeins betur yfir þetta mál. Við treystum okkur ekki til að styðja það eins og það lítur út núna þótt vissulega styðjum við mikið af þeim markmiðum sem í því eru.