Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 5. fundur,  19. sept. 2022.

húsnæðisuppbygging samkvæmt fjárlagafrumvarpi.

[15:17]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það sem væri raunverulega ábyrgt væri að meðráðherrar myndu slá aðeins í klárinn þegar hæstv. innviðaráðherra er fullsvifaseinn vegna málaflokks sem liggur fyrir að þarf að taka rækilega á. Það kostaði ríkissjóð 18 milljarða að byggja 3.100 íbúðir frá 2016 og samkvæmt þeim áformum sem innviðaráðherra hefur nefnt er þetta nær því að vera 8–9 milljarðar á ári og það munar nú um minna.

En það er fleira áhugavert sem kom fram í viðtali við ráðherrann, m.a. það að hann er sammála Vinstri grænum um að það þurfi í rauninni að auka gjaldtöku á stórfyrirtæki og þá sem best hafa það í samfélaginu. Báðir þessir flokkar tala um stigvaxandi fjármagnstekjuskatt og stigvaxandi fyrirtækjaskatt og mig minnir að innviðaráðherra hafi meira að segja talað um að það þyrfti að leggjast ofan á núverandi útsvarsstofn þegar fjármagnstekjuskattgreiðendur þurfa að greiða til sveitarfélaganna næsta vor, væntanlega. (Forseti hringir.) Ég spyr ráðherra: Er sátt um þetta í ríkisstjórninni eða eru þessi ummæli Vinstri grænna (Forseti hringir.) og Framsóknarráðherra bara til heimabrúks?