Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 5. fundur,  19. sept. 2022.

evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir.

137. mál
[17:59]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði að þakka hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra fyrir að koma snemma með þetta frumvarp inn í þingið. Mig langaði að hvetja hæstv. ráðherra til að koma sem allra fyrst með önnur álíka frumvörp sem við vorum að ræða á síðasta ári, eins og frumvörp um greiðslureikninga, um peningamarkaðssjóði, um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum, um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar og o.s.frv. Í þessum langlokum frá Evrópusambandinu, eins og sumir myndu kannski kalla þetta, er heilmikil réttarbót fyrir þá sem stunda viðskipti og eru að fjárfesta þannig að það er af hinu góða að við komum þessu áfram. Það er engin spurning, bara hvatning til ráðherra að klára hin málin.