Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

uppbygging þjóðarhallar.

[10:40]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Hæstv. forseti. Nú hefur hv. þingmaður ekki verið með virka hlustun því að hefði hún hlustað grannt eftir því sem ég sagði hér mjög skýrt þá er vinnan farin af stað. Hér var skrifað undir viljayfirlýsingu í vor, vinnan fór strax af stað, það er búið að setja alla vinnu af stað til þess að hægt sé að ljúka nauðsynlegum undirbúningi fyrir þetta mannvirki, það er verið að vinna að þessu sameiginlega með Reykjavíkurborg, sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna með okkur. Hv. þingmaður þarf ekkert að efast um að verkefnið er á fullu skriði. Það kom fram í mínu máli að mér er ekki kunnugt um af hverju fulltrúar íþróttahreyfingarinnar hafa ekki verið kallaðir til, en samkvæmt mínum upplýsingum er þetta verkefni á fullu skriði samkvæmt þeim áætlunum sem hafa verið settar fram um löngu tímabæra þjóðarhöll. Hv. þingmaður þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur af skýrum vilja ríkisstjórnarinnar.