153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:46]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvarið. Ég held að það liggi alveg fyrir að sú ákvörðun sem var tekin af stjórnvöldum til að koma á móts við þá stöðu sem blasir við okkur í stríðinu í Úkraínu hafi verið mjög mikilvæg. Það eru auðvitað tveir þriðju af þeim, að ég held, sem hafa komið hingað til þess að leita alþjóðlegrar verndar hjá okkur. Sannarlega setur það á okkur ákveðnar skyldur sem ég held að við séum að axla vel en við getum alltaf lagað lagarammann betur að þeirri stöðu sem blasir við og þeirri reynslu sem við höfum öðlast frá því að lögin tóku gildi 2017. Hvort það sé eitthvert sérstakt markmið að takmarka, ég held að staðan sé bara þannig að yfirsýnin sem við höfum yfir málaflokkinn er bara nokkuð góð hjá Útlendingastofnun. Við reynum eftir fremsta megni að uppfylla okkar skyldur í þessum efnum og munum gera það áfram. (Forseti hringir.) Ég segi aftur: Ég held að þetta sé skref í rétta átt (Forseti hringir.) og alltaf má gott bæta og læt staðar numið.