Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða.

397. mál
[18:18]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Vissulega er þetta hluti af málinu og hér er eingöngu verið að ræða neyðarbirgðir landbúnaðarafurða. Ég tek eftir því að í greinargerðinni er lögð áhersla á skoðun á uppbyggingu vegna kornræktar og geymslu á kornbirgðum hér á landi. Ég fór strax að hugsa um kjötfjallið, ostafjallið og það allt. Veit hv. þingmaður, þar sem hann er bóndi, eitthvað um geymslur undir kjötafurðir, grænmeti og mjólkurafurðir — eru nægar geymslur til í landinu? Þarf ekki líka að huga að því að hafa það inni í menginu í þessari tillögu að hugað sé að nægu geymslurými varðandi neyðarbirgðir? Þegar þetta fyrirkomulag verður útfært þarf það auðvitað að lifa áfram og það er væntanlega forsætisráðherra sem myndi sjá um það, það er reyndar matvælaráðherra í þessu tilviki. Getur hv. þingmaður aðeins frætt okkur um þessa hluti varðandi aðrar landbúnaðarafurðir?