Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[20:08]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég heyrði einu sinni gert grín að því að það gæti verið mjög áhugavert lögfræðilegt úrlausnarefni, varðandi lokaorð hv. þingmanns, ef hæfnisnefnd ákveður að einhver sé hæfastur og ráðherra ræður í starfið, en síðan kæmi í ljós að viðkomandi hefði logið til um hæfni sína þannig að hann reyndist ekki vera hæfastur. Hver bæri ábyrgðina? Þessi umræða hér er svolítið svipuð. (Gripið fram í.) Ég skil það sem svo að ráðherra beri að samþykkja tillögu Bankasýslunnar. (Gripið fram í.) Ég átta mig á því og hef sagt allan tímann að þetta er ekki klippt og skorið. Þetta er flókið en þess þá heldur er ekki hægt að fullyrða að ráðherra beri ábyrgð á öllu. Við hljótum alla vega að vera sammála um að nota þetta tækifæri, sjáum hvernig best er hægt að búa svo um hnúta til að við stöndum ekki hér eftir einhver ár í þessum akademísku pælingum (Forseti hringir.) og höfum þetta fyrirkomulag þannig að ábyrgðin sé skýr.