Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[22:34]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það var svo sem engin spurning sem kom hér fram, kannski frekar ábending. Hann lauk einmitt máli sínu á að nefna hagsmunatengslin og það er það sem ég hef orðið var við í umræðunni í dag, m.a. að hæstv. fjármálaráðherra hafi selt föður sínum heilan banka. (Gripið fram í.) Ýmis önnur orð hafa verið látin falla um einstaka menn, hvort sem þeir voru í öðrum fjárfestingum fyrir einhverjum árum síðan eða föður hæstv. fjármálaráðherra. Ég vil kannski ítreka orð mín áðan að ráðherrann fékk rökstutt mat frá Bankasýslunni og undirritaði það og ég held að sú aðferð hafi verið rétt. (Gripið fram í.)