Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2022.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

61. mál
[17:36]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf):

Virðulegi og æruverðugi forseti Alþingis. Alþingismenn og aðrir sem eru að hlusta. Við skulum sýna því skilning að undanfarin tvö ár hafa að mörgu leyti verið óhefðbundin. Ýmislegt afsakast af Covid-ástæðum en nú er engin afsökun lengur. Þetta mál átti að afgreiðast 13. desember fyrir tveimur árum. Nú er stutt í 12. desember, 12.12.22. Eigum við ekki að stefna að því, hv. þm. Guðmundur Ingi Kristinsson, að koma málinu þá til afgreiðslu með hjálp guðs og góðra manna? Við í Flokki fólksins styðjum þetta eindregið og erum einhuga og samstiga í því. Ég trúi að allmargir þingmenn séu okkur sammála um það, vonandi meiri hluti. Hér er heiður okkar og ásýnd í húfi, fyrir utan meginmálið sem er kjör og aðstaða þeirra sem glíma við örorku og erfiðleika af slíkum toga. Leggjumst öll á eitt og biðjum um stuðning og aðstoð við það, m.a. frá hæstv. forseta, af því að enginn sómi er að því að láta þetta liggja svona lengur. Við skulum biðja um að fá þetta afgreitt.