Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 37. fundur,  24. nóv. 2022.

veiðigjald.

490. mál
[11:43]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Er ekki mikilvægt að láta skoða hvort bráðabirgðaákvæðið sem samþykkt var í apríl 2021 eigi við um ákvörðun veiðigjalda? Ég vil einnig spyrja hæstv. ráðherra hvort þessi gjörningur sem við horfum fram á, og þetta frumvarp sem hæstv. ráðherra var að mæla fyrir, sýni ekki að ákvæði laga um veiðigjöld, um ákvörðun fjármagnskostnaðar til frádráttar frá gjaldstofni, og að það sé svo tekið útblásið inn í útreikning veiðigjalda, séu meingölluð og hvort sú staða sem við erum í núna dragi það ekki fram kristaltært að ekki sé réttlætanlegt að útgerðarmenn geti bara með skattalegum bókhaldsbrellum (Forseti hringir.) ráðið því hvað þeir borga í veiðigjöld.