Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[23:57]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég velti fyrir mér hvort forseti ætli að svara spurningum sem koma hérna eða hvort það þurfi að spyrja aftur og aftur. Það væri ágætt að fá smá vitneskju um skipulag og svoleiðis. Ég vakna í fyrramálið og hjálpa krakka í skóla og þess háttar, þessi venjulegu dagsverk, þau eru inni í þessu líka. Eins og aðrir hv. þingmenn hafa bent á þá er engin tímapressa á neinu þannig að ég skil ekki alveg af hverju við erum að bregða svona út af venjunni, við erum enn þá bara á starfsáætlun. Eins og hv. þm. Gísli Rafn Ólafsson benti á er engin tímapressa á þessu. Það er stuttur dagur á morgun, meira að segja í þinginu, þannig að það er ekki einu sinni verið að leggja neitt á, það er búið að bæta við þingfundadegi á föstudaginn sem átti að vera nefndadagur. Þetta er rosalega skrýtið.