Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[18:01]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég kem hérna upp að sumu leyti eða að mörgu leyti til taka undir með hv. þm. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur að það er ánægjulegt að það var sett viðbótarfjármagn í þetta. En ég vil samt vekja athygli á því að við fengum fjöldann allan af umsögnum frá samböndum sveitarfélaga víða um landið þar sem var sérstaklega talað um atvinnuráðgjöfina. Sú leið var farin að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands á sínum tíma og 350 milljónir settar í sparnað sem rann inn í ríkissjóð. Það er vitað mál að fjármagnið hefur helmingast sem er að renna til atvinnuráðgjafar úti á landi undanfarin ár þrátt fyrir að verkefni þessara hópa hafi stórlega aukist. Auðvitað styður maður það aukafjármagn sem er að koma þarna inn í. En það breytir því ekki að það vantar stórlega upp á fjármagn inn í þennan lið. Við munum áfram tala fyrir því í Samfylkingunni.