Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[15:13]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu frumvarpi og þessari eingreiðslu mjög mikið. Þótt fyrr hefði verið. En ég ítreka það sem ég tók fram í 2. umr. og 3. umr. í þessu máli: Ég vona innilega að við getum lögfest þessa eingreiðslu þannig að fólkið sem á rétt á þessari greiðslu þurfi ekki að reiða sig á að samningaviðræður milli þingflokksformanna og milli flokka gangi vel þannig að það geti fengið jólabónusinn sinn eða þessa eingreiðslu. Við erum að afgreiða þetta hér í dag, tíu dögum fyrir jól. Við erum að skilja stóran hóp eftir í óvissu og ég vona að þetta gangi betur og fyrr á næsta ári.