Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:40]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég hef skilning á því að það séu erfiðar aðstæður eftir Covid og bara heimsástandið í stríði og þess háttar. En það er eðlilegt hérna á Íslandi, sérstaklega í verðbólguástandi, að ríkissjóður þurfi að hækka útgjöld, að elta verðbólguna í rauninni, elta verðlagsbreytingar. Það þýðir hærri krónutölu en það þýðir ekkert endilega hækkun og efling verkefna. Kannski er það erfitt eða ómögulegt í þessu ástandi. Ég myndi vilja að ríkisstjórnin væri bara heiðarleg með það og myndi segja það beint út. Það eru velflest verkefni sem er verið að fjármagna í þessum fjárlögum, sem er ekki efling þeirra verkefna sem ríkið sér um. Það er einfaldlega verið að verðbæta þau en það er kallað efling. Þetta tvennt fer ekki saman, það er ekki heiðarleg framsetning. Það er ekki verið að sýna okkur leiðina út úr vandanum í húsnæðiskerfinu. Það er ekki verið að sýna okkur framtíðarstefnu fyrir heilbrigðiskerfið. Það er það sem við biðjum um en fáum ekki í þessum fjárlögum.