Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:27]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Forseti. Hér er verið að eitra aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum með ónýttum heimildum stóriðjunnar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Það er verið að bjóða upp á það að stjórnvöld nýti sér glufu í samevrópsku regluverki sem þau geta valið að nýta sér ekki. Hér er látið eins og það verði að innleiða þetta. Það er verið að nota síðustu dagana fyrir þinglok til að koma þessu inn í regluverkið til að flokkarnir sem ekki ná saman um metnaðarfullar aðgerðir í loftslagsmálum geti gefið sjálfum sér afslátt. Ríkisstjórnin verður að átta sig á því að raunverulegar aðgerðir er það eina sem dugar gegn hamfarahlýnun, ekki bókhaldsbrellur. Með því að setja þetta ákvæði í lög og nýta það er ríkisstjórnin að snúa baki við vísindunum og hún er að gefast upp í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.