Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[13:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni annað andsvar. Kostnaðurinn var ekki ræddur sérstaklega í nefndinni en auðvitað var farið yfir hann í kynningu ráðuneytis og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og kom þar fram að húsnæðisgrunnur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er nú þegar til staðar. Það hefur því þegar verið lagt út í ákveðinn grunnkostnað við að koma honum á. Þarna er um að ræða viðbót við þann grunn sem vissulega kostar og kostar í rekstri, sérstaklega í upphafi, en það að fara að búa til nýtt kerfi, t.d. tengt þinglýsingum á leigusamningum, hefði alltaf kallað á meiri grunnkostnað og annars konar vinnu.