Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

leigubifreiðaakstur.

167. mál
[15:30]
Horfa

Arnar Þór Jónsson (S):

Virðulegi forseti. Það er engin dyggð í því fyrir löggjafarþing að buna út lögum að nauðsynjalausu og mér sýnist að það sé einmitt að gerast hér. Verið er að setja hér lög með hálfum huga því að þingið er nýbúið að samþykkja hér áðan að hefja skuli endurskoðun þessara laga eigi síðar en 1. janúar 2025.

James Madison var fjórði forseti Bandaríkjanna. Hann var einn af þeim sem komu að samningu stjórnarskrár Bandaríkjanna sem hefur verið höfð að fyrirmynd vestrænna stjórnarskráa síðan. Hann varaði við því að löggjafarþing voguðu sér að reyna að drekkja almenningi í því sem hann kallaði pappírsstormi. Hér er verið að setja lög um heila stétt að því er mér virðist án nokkurra skýrra forsendna. Það gildir nú bara hið fornkveðna að betri er krókur en kelda. Ég vara við því að þetta sé gert og segi nei.